Sýn Sveitarfélagsins Ölfuss er að þar verði sátt um stefnu sem gerir ráð fyrir að náttúran og umhverfið sé tekið með inn í heildarmyndina. Slík heildarmynd gerir
íbúum grein fyrir þeim áhrifum sem þeir geta haft á umhverfi sitt og hvernig þeir geta stuðlað að sjálfbærri þróun. Umhverfisstefna er tæki sem allir geta tileinkað sér og haft til hliðsjónar þegar teknar eru ákvarðanir er varða umhverfi okkar.