HAUSTÚTHLUTUN 2022
OPNAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í UPPBYGGINGARSJÓÐ SUÐURLANDS
Sjóðurinn veitir verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi.
Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileyka atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu SASS.
Við minnum á að hægt er að fá ráðgjöf og aðstoð hér hjá okkur í Ölfus Cluster með gerð umsókna en einnig leiðbeina ráðgjafar SASS um umsóknarskrif og mótun verkefna.