Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Umsóknarfrestur er til klukkan 16:00 þann 6. október 2020. Sjóðurinn styrkir annarsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni og hinsvegar menningartengd verkefni. Bent er á að áherslu og markmið sjóðsins hafa tekið breytingum fyrir úthlutun 2020-2024 en nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu SASS (Uppbyggingarsjóður).

Við hvetjum umsækjendur til þess að leyta til ráðgjafa SASS ef einhverjar spurningar en jafnframt er hægt að senda skilboða á netfangið pmj@olfus.is og óska eftir upplýsingum eða aðstoð.