Íslandsstofa bíður ykkur til vinnufundar fimmtudaginn 7. september til að ræða vaxtatækifæri í útflutningi frá Suðurlandi. Hver eru helstu tækifærin á Suðurlandi næstu 5-10 árin og hvernig geta Íslandsstofa og stjórnvöld stutt við þessi tækifæri?

Skráningarhlekkur

Fundurinn á erindi við allar atvinnugreinar sem sjá tækifæri í útflutningi, fyrirtæki sem flytja út vörur eða þjónustu, ferðaþjónustufyrirtæki og þá sem leita að erlendu fjármagni til að styðja við atvinnulífið. Einnig eiga erindi á fundinn þeir sem styðja við atvinnulífið. Niðurstaða fundarins getur haft áhrif á markaðssetningu á Íslandi sem útflutningslandi, þjónustu við fyrirtæki erlendis og sókn í erlent fjármagn.  

Við héldum sambærilega vinnustofu 2019 og þá voru þetta helstu tækifærin sem þið sáuð. Það verður gaman að sjá hvernig tekist hefur að nýta þau og hvort ný tækifæri eru í sjónmáli:

  • Ferðaþjónusta – aukning um 25 milljarða árstekjur
  • Matvælaræktun – aukning um 20 milljarða árstekjur
  • Fiskeldi – aukning um 20 milljarða í árstekjur

Vinnustofan verður haldin í Bankanum vinnustofu og hér eru drög að dagskrá:

  • 12:00 Hádegisverður í boði Íslandsstofu
  • 12:30 Kynning á árangri í útflutningi síðustu árin
  • 13:00 Hópavinna hefst
  • 15:30 Kynningar á niðurstöðu hópa
  • 16:00 Móttaka í boði Íslandsstofu (léttvín og pinnamatur)

Vinsamlegast skráið ykkur hér svo við getum raðað ykkur í vinnuhópa og áætlað magn af veitingum: Skráningarhlekkur

 

Bankinn vinnustofa, Austurvegi 20, Selfoss,