Eva Dögg Jóhannesdóttir sjávarlíffræðingur, starfar sem gæða- og umhverfisstjóri hjá GeoSalmo en GeoSalmo er eitt af sex laxeldisfyrirtækjum sem eru að byggja upp starfsemi sína við Laxabraut í Ölfusi. Í viðtali sem birtist á mbl.is og blaði 200 mílna ræðir hún um velferð fiska í eldi og mikilvægi rannsókna og eftirlits og gæðastarfs innan greinarinnar. 

Viðtalið má lesa hér: 200 mílur

Birt með leyfi 200 Mílna

Fyrir liggur að ef áform þessara fyrirtækja við Laxabrautina í Ölfusi ganga eftir að þá mun árleg framleiðsla laxa ná því að verða allt að 100 þúsund tonn. Hlutirnir eru að gerast hratt og mikið í húfi og klárlega eitt af mikilvægari þáttum sem þarf að horfa til er velferð fiska í eldinu. Ekkert má útaf bregða þar sem sýkingar sem geta komið upp alla jafnan valda gríðarlegu fjárhagslegu tjóni hjá fyrirtækjunum og geta skaðað  ímynd greinarinnar í heild.

Það er því allra hagur að velferð eldisdýra sé í fyrirrúmi og í þessari ört vaxandi atvinnugrein hér á landi er nauðsynlegt að stoðkerfið nái að vaxa samhliða greinni. En ljóst er, líkt og Eva Dögg kemur inn á í viðtalinu, að til þess að svo verði þarf styðja enn frekar við rannsóknir og byggja upp færni og þekkingu innan þeirra stofnanna sem fara með ráðgjöf og eftirlit hér innanlands.