Líkangerð til mats á færslu vatnsbóls sveitarfélagsins og skipulagi vegna uppbyggingar fiskeldis.

Gerð er grein fyrir greiningu á grunnvatnsauðlindinni í nágrenni Þorlákshafnar, til stuðnings mats annars vegar á færslu vatnsbóls sveitarfélagsins og hins vegar á  framtíðarnýtingu vatnsbóla núverandi og fyrirhugaðra fiskeldisfyrirtækja í nágrenni Þorlákshafnar. Við vinnslu verkefnisins var beitt grunnvatns- og rennslislíkani Vatnaskila af Suðvesturlandi, sem hefur verið í þróun í ríflega 35 ár og hefur verið beitt við lausn ýmissa vatnafræðilegra verkefna.

Unnið fyrir Sveitarfélagið Ölfus.