Upplýsingar
- Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn
- + 354 694 1006
- info@olfuscluster.is
Arna Guðnadóttir er 26 ára meistaranemi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hún útskrifaðist með BA gráðu í uppeldis- og menntunarfræði árið 2019, fór í skiptinám til Uppsala í Svíþjóð haustið 2020 og stefnir á að klára meistaranám í febrúar 2022. Hún tók einnig þátt í evrópska samstarfsverkefninu Building the Culture of Social Innovation in Higher Education á vegum Erasmus+ í Varsjá, Póllandi í janúar 2018 og norræna samstarfsverkefninu SPICA: Borgaravitund, fjölmenning og sjálfbærni í skólastarfi í Illulissat á Grænlandi vorið 2019.
Verkefni Örnu snýr að innleiðingu verkefnisins Barnvænt sveitarfélag. „Hugmyndafræði barnvænna sveitarfélaga byggir á alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative (CFCI), sem hefur verið innleitt í þúsundum sveitarfélaga út um allan heim frá 1996. Barnvæn sveitarfélög eru síðan verkfærakista og líkan sem styður við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélaganna. Það er í raun mikil áskorun og stórt jákvætt skref hjá sveitafélögum að innleiða Barnasáttmálann en það þýðir að þau samþykki að nota sáttmálann sem viðmið í sínu starfi og rýni og skoði verk- og ákvarðanaferla með hliðsjón af sáttmálanum“. Arna tekur fram að Sáttmálinn sé þannig nýttur sem gæðastjórnunarverkfæri í stefnumótun og þjónustu með tilliti til barna. Barnvænt sveitarfélag skuldbindur sig til þess að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og vinna markvisst eftir hugmyndafræði verkefnisins – sem byggir á eftirfarandi grunnþáttum: