Ölfusborg er byggingarfyrirtæki staðsett í Ölfusi og með fjölmörg verkefni í gangi og ný verkefni í þéttbýlinu í Þorlákshöfn í undirbúningi. Kolbrún Rakel Helgadóttir segir að ný vinnuaðstaða í Ölfusi komi til með að koma sér vel. Verkefnastaða fyrirtækisins er góð og uppbygging er mikil í sveitafélaginu og því tækifæri að sækja fram og fjölga starfsmönnum. ,,Aðstaðan í Verinu er þannig góður kostur á meðan við reisum okkur húsnæði fyrir starfsemi okkar hér í Þorlákshöfn“.