Íslandsstofa, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Landsvirkjun og Norðurþing hafa undanfarna mánuði unnið að samantekt og greiningu á tækifærum sem geta falist í þróun grænna iðngarða á Íslandi. Á kynningarfundi um niðurstöður þessarar þróunarvinnu fyrir uppbyggingu grænna iðngarða sem haldin var rétt í þessu í Hörpu kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð ráðherra að næstu skref verði m.a. að vinna að relgugerð varðandi endursölu á glatvarma í þeim tilgangi að stuðla að sjálfbærni og styrkingu hringrásarhagkerfa. Stefnt verður að því að heimila fyrirtækjum að selja frá sér afgangsvarma eða glatvarma og að svokallaðir Grænir Iðngarðar fái heimild til þess að kaupa raforku milliliðalaust og dreifa innann garðanna.
Um er að ræða gríðarlega mikilvægt skref sem stuðlar að aukinni orkunýtingu í landinu, eykur samkeppnishæfni landsins í heild og hvetur til samstarfs um uppbyggingu á iðngörðum þar sem hringrásarhagkerfið er haft að leiðarljósi. Þetta eru mikilvægir hvatar fyrir atvinnulífið í að horfa til þess að nota grænar lausnir í sinni framleiðslu.
Hér má nálgast skýrsluna: graenir-idngardar-14-sept-2021.pdf (islandsstofa.is)