Stofnun Ölfus Cluster

Stofnfundur Ölfus Cluster fór fram föstudaginn 24. september 2021. Undirbúningur fyrir stofnun á sér uppruna hjá Sveitafélaginu og hefur verið sóttur stuðningur í verkefnið frá Uppbyggingasjóð Suðurlands  og til Lóunnar, nýsköpunarsjóðs á vegum Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.  Í undirbúningsstjórn voru fulltrúar frá sveitafélaginu og fyrirtækjum starfandi í Ölfus. Páll Marvin Jónsson  var ráðinn til þess að vinna að stofnun félagsins ásamt því að vinna á undirbúningstímanum að verkefnum er tengjast starfseminni.

Ný stjórn Ölfus Cluster er skipuð eftirfarandi aðilum:

Stjórn Ölfus Cluster samþykkt á stofnfundi 24.sept 2021:

  • Áshildur Bragadóttir, nýsköpunar- og þróunarstjóri, Lbhí,
  • Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ON hf.
  • Grétar Ingi Erlendsson, markaðsstjóri Black Beach Tours, formaður bæjarráðs Ölfus
  • Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri rannsókna og þróunar, Efla
  • Ingólfur Snorrason framkvæmdastjóri Landeldi ehf.

Varastjórn

  • Elliði Vignisson, sveitastjóri Ölfus
  • Jens Garðar Helgasons, framkvæmdastjóri Laxa ehf.

Stofnun Ölfus Cluster markar ákveðin tímamót í atvinnu uppbyggingu Ölfus en mikill áhugi er á starfseminni sem endurspeglast í þeim fjölmörgu verkefnum sem hafa farið af stað á undirbúningstímanum. Alls hafa 20 aðilar samþykkt að gerast stofnaðilar en heimild er að taka inn stofnaðila fram að næsta aðalfundi sem haldinn verður síðasta lagi í maí 2022.