Fréttatilkynning

Ath. streymi frá viðburðinum er aðgengilegt  hér að neðan

Í dag kl. 17:00 bjóða Íslenskar fasteignir, í samstarfi við Ölfus Cluster, til opins fundar til að kynna áform um byggingu hótels og viðburðarvettvangs í nágrenni Þorlákshafnar.  Um er að ræða afar umfangsmika framkvæmd sem enn er á hugmyndastigi. Meðal þess sem verið er að horfa til eru framkvæmdir við hótel, baðlón, veitingastaði, sumarhús, strandaðstöðu og fl. Þá er og horft til náins samstarfs tengd golfvellinum.

Fundurinn verður haldin í Verinu (gamla Landsbankanum). Þar mun Björn Gunnlaugsson starfsmaður Ísenskra fasteigna gera grein fyrir helstu forsendum þess að félagið hefur lagt í verkefnið auk þess sem arkitekt frá 3XNLOG mun greina frá hönnunar tillögum.

Að kynningu lokinni verða umræður.

Vegna fjölda beiðna verði fundurinn sendur út í beinni útsendingu í gegnum vefsíðu Ölfus Cluster.

Upptaka frá fundinum:

Myndbandið sem var sýnt í lok fundar: