Markmið samningana sem hafa yfirskriftina „Græni dregillinn“ og „Grænir Iðngarðar“ er að efla græna nýfjárfestingu í atvinnulífinu. Í frétt frá ráðuneytinu kemur fram að Græni dregillinn leggi áherslu á að undirbúa atvinnusvæði svo að hægt sé að fullnýta auðlindastrauma og efla hringrásarhagkerfið. Virkilega gott framtak og jákvætt fyrir nýsköpun og atvinnu uppbyggingu í landinu. Verður fróðlegt að fylgjast með framgangi þessa samninga.
Linkur á frétt á vef ráðuneytisins.
Á undanförnum árum hafa Íslensk stjórnvöld kynnt stefnur sínar og áherslur til þess að tryggja og bæta lífsgæði og treysta stöðu landsins í alþjóðasamkeppni. Um er að ræða virkilega metnaðarfulla stefnumótum þar sem áhersla er sett á rannsóknir og nýsköpun, alþjóðlegt samstarf og að verðmætasköpun byggi á hugviti og tækniþróun. Ný útgefin Klasastefna fyrir Ísland er síðan ætlað að styðja við þessar stefnur með því að nota verkfæri klasasamstarfsins til þess að „auka árangur og flýta ferli nýsköpunar“.