Opið fyrir umsóknir um styrki úr Lóu – nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Lóu.
Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl 2024. Áætlað er að úthlutun fari fram í maí.
Styrkirnir eru nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina sem hafa það hlutverk að styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum. Styrkjunum er aðeins úthlutað til verkefna utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni.
Lóu styrkir eru veittir verkefnum sem komin eru af byrjunarstigi samkvæmt skilgreiningu OECD (sjá nánar á heimasíðu sjóðsins).
- Umsóknir berist rafrænt á minarsidur.hvin.is.