Stefnt er á að ráðstefna fiskeldis og ræktunargreina verði haldin í október 2021.

Ráðstefnan Strandbúnaður hefur verið haldin árlega frá árinu 2017 en féll niður á síðasta ári vegna COVID-19. Gott útlit er fyrir því að búið verði að bólusetja megnið af Íslendingum síðsumars og því ekkert því til fyrirstöðu að ráðstefnan verði haldin í ár. Ráðstefnan fær nú nýtt nafn og mun heita Lag­ar­líf, en hét áður Strand­búnaður. Mikil og stór áform eru innan eldisgreina í heiminum almennt og eru Íslendingar þar engvir eftirbáttar. Ráðstefnan verður haldin 28. og 29. októ­ber á Grand hótel í Reykja­vík. Staðan, nýjungar, tæknilausnir, störfin, menntunin,  þróunin og spár um framtíðina verður m.a. umfjöllunarefnið sem tekið verður fyrir í fjölmörgum málstofum og erindum með frummælendum frá fyrirtækjum og aðilum úr stuðnings umhverfi greinanna.

Miðað við áhugan á þessum greinum í dag má búast við töluverðum fjölda ráðstefnu gesta. Hægt er að fylgjast með undirbúningi ráðstefnunnar á netinu með því að fara inn á slóðina: http://www.lagarlif.is/