Ársfundur Ölfus Cluster verður haldinn fimmtudaginn 16. maí klukkan 13:00. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Ölfus að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.
Dagskrá ársfundar samkvæmt stofnskrá er eftirfarandi:
- Skýrsla stjórnar.
- Ársreikningur ÖC.
- Kosning stjórnar, varastjórnar og endurskoðenda.
- Þóknun til stjórnarmanna.
- Umræða um ráðstöfun hagnaðar eða taps.
- Tillögur um breytingar á samþykktum ÖC.
- Starfs- og rekstraráætlun yfirstandandi árs.
- Önnur mál.
Á ársfundi Ölfus Cluster eiga rétt til setu fulltrúar stofnaðila og félagsaðila sem síðar hafa lagt fram stofnfé. Fer hver aðili með eitt atkvæði. Þá eiga forstöðumenn stofnana og fyrirtækja sem starfa innan Ölfus Cluster og fulltrúar í ráðum og nefndum á vegum þess, rétt til setu á ársfundi með málfrelsi og tillögurétti.
Ársfundur Ölfus Cluster skal haldinn fyrir lok maí og skal boða með að lágmarki tveggja vikna fyrirvara.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fulltrúa með því að senda tölvupóst á pmj@olfus.is.