Matvælasjóður úthlutar 480 milljónum

Alls bárust 266 umsóknir í sjóðinn og aðeins 62 fengu styrk eða um 23% verkefna.  Úthlutunin fór fram 16. desember og er hægt að nálgast streymi frá fundinum á vefsíðu sjóðsins ( https://www.stjornarradid.is/). Samkvæmt umfjöllun hjá Landshlutasamtökum Suðurlands (www.sass.is) fengu verkefni á Suðurlandi úthlutuðum um 90 milljónum sem sýnir hvað mikil gróska er í matvælaframleiðslu á Suðurlandi. ÖC óskar þessum aðilum til hamingju með árangurinn.

Fram kom að sjóðurinn stefnir á að opna fyrir umsóknir að nýju í vor (2021) og er þá gert ráð fyrir að til úthlutunar verði yfir 600 milljónir. Það er því mikilvægt fyrir þá aðila sem telja sig hafa góða hugmynd og fengu synjun núna að fá mat fagráðsins á verkefninu og senda umsókna inn að nýju þar sem tekið hefur verið tillit til ábendinga fagráðsins.