Aðilar að Ölfus Klasanum, frumkvöðlar og aðrir sem vinna að nýsköpun, vöruþróun og rannsóknum var boðið til vinnustofu þann 5. apríl 2022 þar sem farið var í gegnum ferlið hvernig hugmynd verður að fullgerðri afurð. Jónas fer yfir hvaða stuðning frumkvöðlum í matvælageirum stendur til boða þ.e. hvaða styrkjamöguleikar og innviðir eru til staðar, hvað beri að varast og hvernig sé unnt að auka líkur á árangri.